Borga frekar rúðuna en laun óhæfra starfsmanna.

Lét dragast inn í þessa umræðu vegna blogga við hana, ætlaði ekki að verða moggabloggari en ég bara verð að tjá mig aðeins.

Fólk er að býsnast yfir þessum brotnu rúðum.

Nei auðvitað hefðu þau bara átt að fara heim og hætta þessu fyrst hurðinni var lokað.

Ekki er mikið mál að setja nýtt gler, tryggingar sjá um það eða sá sem framkvæmdi, málið snýst um rétt manna til að mótmæla í opinberri stofnun. Jú kostnaður en það kostar að koma málefnum á framfæri. Ég skal glöð borga með sköttum fyrir brotin gler ef breytingar komast fram. Ég vil hins vegar ekki borga fyrir störf vanhæfra manna sem hunsa óskir og aðstæður almennings og svara eins og rolur þegar spurt er hvers vegna menn sem voru með í hruninu séu ráðnir í ábyrgðarstöður við rannsókn á því.

Ég er ekki að réttlæta skemmdir á eigum hér, en finst það harla asnalegt að dæma málfluttning eftir eyðileggingu dauðs hlutar. Það er nokkuð ljóst að ekkert hefði gerst ef starfsmenn Fjármálaeftirlitsins hefðu bara virt rétt mótmælanda til að koma inn og mótmæla. Mótmælendur hefðu skellt sér inn truflað í nokkra stund eins og í Landsbankanum í gær og svo farið. Það að loka á fólk sem vill gagnrýna er eins og blaut tuska í andlitið á fólki sem er sært fyrir. Líkt og að skella á viðmælanda í síma.

Virðingarvert finnst mér líka að mótmælendur forðuðust líkamlegt ofbeldi með því að fara áður en lögregla kom. Óþarfi að skapa aðstæður sem valda meiðslum á fólki, en mín vegna má brjóta eins marga glugga og þarf til að koma málefninu til skila.

Í myndbandinu við fréttina er engin að neita sök, og þótt einhver hafi haft kaldhæðni við hönd er það líklega helst til að benda á fáránleika málsins.

 


mbl.is Mótmæli halda áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er enginn að tala um eina brotna rúðu.. ef þú horfir á fréttir síðustu vikna aftur sérðu að um er að tala eggjahreynsun, kostnað vegna löggæslu og öryggisvarða, hreynsun á málningu og fleiri en ein brotin rúða !!! Talandi um dauða hluti... eru peningarnir sem tapast hafað ekki líka bara dauðir hlutir?

Að lofa bara fólkinu að fara inn ... hmm.. jájá.. ef þú værir að vinna í fjármálaeftirlitinu værir þú kannski ekki sammála !!! Ég veit að ég væri ekki til í að vera að vinna og hafa mótmælendur inni í byggingunni.. held ég hefði líka læst !!!

Þó ótrúlegt meigi virðast eru allir að gera sitt besta, líka starfsfólk FME og það sem er virðingarvert er starf þeirra eftir að allt þetta skall á, en ekki nokkra mótmælanda sem standa og hrópa ...

bara ekki sammála þér.. en allir hafa rétt á sinni skoðun ... Eva Lind.

Eva Lind Jónsdóttir (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 14:38

2 Smámynd: Bára Halldórsdóttir

Nei ég sé að við erum hryllilega ósammála, ekkert flóknara en það, horfum á þetta frá algerlega sitt hvorum pólnum. Efa að starfsmönnum FME hefði orðið meint af þótt mótmælendur hefðu staðið þar inni og hrópað mótmælisorð. Miðað við til dæmis Landsbankamótmælin í gær, væri rétt að álykta það.

Ég efast ekki um að FME vilji ekki sjá mótmælendur, en að loka þá úti breytir engu, að hlusta á þá hefði dugað til að friða þá.

Peningarnir sem tapast hafa eru kannski dauðir hlutir, en fólkið sem misti störfin vegna þeirra og fólkið sem er að missa húsnæðið ekki heldur.

Staka brotnar rúður, málningarhreinsun, öryggisvarsla (sem er í flestum tilfellum þegar til staðar) nær ekki að komast nálægt þeim skaða sem þjóðin í heild hefur orðið fyrir og virðist eiga áfram að taka við.

Bára Halldórsdóttir, 18.12.2008 kl. 15:01

3 identicon

Klapp klapp

Það gleður mig að lesa þetta blogg. Ég er orðinn ansi þreyttur á því að lesa þessi blogg frá þessum mogga-blogga-gungum og sófa-pólitíkusum sem væla yfir hversu miklum skaða mótmælendur eru að valda. Það er bara ekki hægt að bera þetta saman.

"People should not fear their government, governments should be afraid of the people"

Einar (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband