Skil að þeim hafi brugðið en skil ekki neitunina.

Að láta það bitna á afmælisköku þriggja ára barns að foreldrar þess eru hálfvitar finst mér ekki fallegt. Ef um hefði verið að ræða köku fyrir afmæli hins upprunalega Hitlers hefði málið snúið allt öðru vísi við.

Nóg á barnið eftir að þurfa standa undir þessari nafngift samt. Skil ekki í foreldrum þess að skapa því þau uppeldis og umhverfisskilyrði að þurfa að svara viðbrögðum samfélagsins við nafni sínu þar til á fullorðinsárum. Svipað og að setja "sparkaðu í mig" skilti um hálsinn á því á hverjum degi. Fyrir það eitt finst mér að ætti að senda barnaverndarnefnd á þau.


mbl.is Engin terta fyrir Hitler
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borga frekar rúðuna en laun óhæfra starfsmanna.

Lét dragast inn í þessa umræðu vegna blogga við hana, ætlaði ekki að verða moggabloggari en ég bara verð að tjá mig aðeins.

Fólk er að býsnast yfir þessum brotnu rúðum.

Nei auðvitað hefðu þau bara átt að fara heim og hætta þessu fyrst hurðinni var lokað.

Ekki er mikið mál að setja nýtt gler, tryggingar sjá um það eða sá sem framkvæmdi, málið snýst um rétt manna til að mótmæla í opinberri stofnun. Jú kostnaður en það kostar að koma málefnum á framfæri. Ég skal glöð borga með sköttum fyrir brotin gler ef breytingar komast fram. Ég vil hins vegar ekki borga fyrir störf vanhæfra manna sem hunsa óskir og aðstæður almennings og svara eins og rolur þegar spurt er hvers vegna menn sem voru með í hruninu séu ráðnir í ábyrgðarstöður við rannsókn á því.

Ég er ekki að réttlæta skemmdir á eigum hér, en finst það harla asnalegt að dæma málfluttning eftir eyðileggingu dauðs hlutar. Það er nokkuð ljóst að ekkert hefði gerst ef starfsmenn Fjármálaeftirlitsins hefðu bara virt rétt mótmælanda til að koma inn og mótmæla. Mótmælendur hefðu skellt sér inn truflað í nokkra stund eins og í Landsbankanum í gær og svo farið. Það að loka á fólk sem vill gagnrýna er eins og blaut tuska í andlitið á fólki sem er sært fyrir. Líkt og að skella á viðmælanda í síma.

Virðingarvert finnst mér líka að mótmælendur forðuðust líkamlegt ofbeldi með því að fara áður en lögregla kom. Óþarfi að skapa aðstæður sem valda meiðslum á fólki, en mín vegna má brjóta eins marga glugga og þarf til að koma málefninu til skila.

Í myndbandinu við fréttina er engin að neita sök, og þótt einhver hafi haft kaldhæðni við hönd er það líklega helst til að benda á fáránleika málsins.

 


mbl.is Mótmæli halda áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband